Leiðindaveður
Það er ótrúlegt hvað veður getur haft ótrúleg áhrif á fólk. Eins og núna...rigning...eins og mér finst hún góð, þá er ég einhvernvegin eins og tuska í augnablikinu. Eins líka þegar veturinn skall á, þarna um daginn. Þá var nýnemakvöld í Söngskólanum. Ég nennti ómögulega að fara vegna veðurs, samt tekur það mig ekki nema fimm mínútur að rölta niður í skóla í skikkanlegu veðri. Nei, ég var heima, alein, uppi í rúmi, réð Su Doku þrautir og horfði þess á milli á hina frábæru dagskrá ríkissjónvarpssins. Núna sé ég þvílíkt eftir að hafa ekki farið. Ég var að skoða heimasíðu nemendafélagsins í Söngskólanum og það var fullt af fólki og virtist bara geggjað kósí og gaman. Ég ætla pottþétt á Fantasíukvöldið á miðvikudaginn. Annars ætlaði ég ekki að geta sofnað því það var setning á sveimi í hausnum á mér. Þetta hefur ekki gerst lengi, en ef ég skrifa hana ekki niður, þá get ég ekki sofnað. Þannig að ég gerði það og fór að sofa. Seinna mun ég setjast niður með þessa setningu og athuga hvort ekki fæðist ljóð. Ég ætla ekki að segja ykkur setninguna, frekar að sýna ykkur niðurstöðuna, ef einhver verður. Mér finnst þetta svolítið spennó, því það er heil eilífð síðan ég hef eitthvað getað ort. Já, ég er eins og tuska, en vonandi breytist það fyrir kveldið. Við förum út að borða, ellefu saman, á Vox sem er á Nordica hótelinu (gamla Hótel Esja) og svo, taddaraddadaaa, rauði dregillinn og verðlaunaafhending. Það væri nú gaman ef strákarnir myndu vinna, en þeim finnst þeir nú eiginlega bara vera búnir að því, það er svo mikil viðrukenning bara að vera tilnefndur. Allir að horfa á Edduna í kveld og halda með Gústa og Gumma :) Sjáumst :):):)
skrifað af Runa Vala
kl: 12:05
|